Stolið verk frá Banksy fundið

Verk Banksy er nú komið í leitirnar, en því var …
Verk Banksy er nú komið í leitirnar, en því var stolið af hópi svartklæddra manna í janúar 2019. AFP

Ítalska lögreglan hefur endurheimt stolið verk eftir Banksy, í samstarfi við frönsk lögregluyfirvöld, af því er fram kemur á vef BBC.

Um er að ræða mynd sem máluð var á dyr tónlistarhússins Bataclan, og sýndi sorgmædda stúlku, til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárása frá því í nóvember 2015.

Verkið var skorið út úr dyrunum og því rænt af hópi svartklæddra manna í janúar árið 2019, en ekkert hefur spurst af verkinu fyrr en nú. 

Blaðamannafundur verður haldinn síðar í dag, þar sem nánar verður farið yfir fund verksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert