Trump ekki alfarið á móti kyrkingataki

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hið umdeilda kyrkingartak sem sumir bandarískir lögreglumenn hafa notað til yfirbuga fólk eigi almennt séð að vera bannað en að það gæti þurft að nota það við hættulegar aðstæður.

„Ef lögreglumaður er í erfiðum átökum og hann er með einhvern…þú verður að fara varlega,“ sagði Trump í viðtali við Fox News.

Hann bætti við: „hugmyndin um kyrkingartak hljómar svo saklaus, svo fullkomin“.

Samt sem áður telur hann það væri „almennt gott“ að banna þessa aðferð, sem var notuð þegar George Floyd lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans.

Trump sagði að hann gæti mælt sterklega með því að láta banna kyrkingatakið.  mbl.is

Bloggað um fréttina