Frakkar undirbúa opnun landamæra

Stræti Parísar hafa að mestu verið laus við ferðamenn síðustu …
Stræti Parísar hafa að mestu verið laus við ferðamenn síðustu mánuði. AFP

Frakkar munu hefja opnun landamæra sinna fyrir fólki frá löndum utan Schengen-svæðisins 1. júlí. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá innanríkis- og utanríkisráðherra landsins sem gefin var út í gær. Landamærin hafa verið lokuð íbúum utan ESB og Schengen-svæðisins frá því 17. mars er öll ríki bandalagsins samþykktu að loka ytri landamærum.

„Opnunin verður í skrefum og verður ólíkt eftir stöðu í hverju þriðja ríki fyrir sig, og í samræmi við ráðstafanir sem munu hafa verið gerðar innan Evrópusambandsins á þeim tíma,“ segir í tilkynningunni

Þegar hefur verið greint því að innri landamæri verði opnuð 15. júní, en þá geta íbúar ESB og annarra Schengen-ríkja, þ.á m. Íslendingar, ferðast til landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert