Norður-Kórea sendir skilaboð með sprengjuárás

Íbúar Seoul horfa á fréttir um sprengjuárásina.
Íbúar Seoul horfa á fréttir um sprengjuárásina. AFP

Norður-Kórea hefur sprengt upp samvinnustofnun ríkisins og Suður-Kóreu sem var staðsett við landamærabæinn Kaesong, á yfirráðasvæði Norður-Kóreu. Aðgerðin átti sér stað aðeins nokkrum klukkustundum eftir að yfirvöld í Norður-Kóreu hótuðu að beita hervaldi gegn nágrönnum sínum í suðri á nýjan leik.

Húsnæði samvinnustofnunarinnar hefur verið mannlaust og yfirgefið síðan í janúar vegna kórónuveirufaraldursins. Stofnuninni var komið á laggirnar árið 2018 og átti að stuðla að betri samskiptum og samvinnu ríkjanna. BBC greinir frá. 

Spenna í samskiptum ríkjanna hefur færst í aukana undanfarnar vikur, meðal annars því að norðurkóreskir liðhlaupar voru sakaðir um senda áróðursblöð og bæklinga yfir landamærin. norðurkóresk stjórnvöld urðu ævareið vegna þess og hótuðu að beita hernum.

Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu, hótaði um helgina að jafna samvinnustofnuna við jörðu og ljóst er að ekki var um innantóma hótun að ræða.

Kaesong er við landamærin, Norður-Kóreu megin.
Kaesong er við landamærin, Norður-Kóreu megin. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert