Twitter varar við tísti Trump

Í tístinu deilir Trump myndskeiði ranglega merktu CNN.
Í tístinu deilir Trump myndskeiði ranglega merktu CNN. Skjáskot

Twitter hefur sett merkingu við tíst Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann deilir meintu fréttmyndskeiði af CNN, og varað notendur samfélagsmiðilsins við því að það innihaldi falsefni (e. manipulated media).

Í tístinu deilir Trump myndskeiði ranglega merktu CNN þar sem sjá má börn að leik, annað hvítt og hitt svart, með texta sem segir að þarna sé á ferð hrætt smábarn á flótta undan rasista áður en fjölmiðillinn er sakaður um falsfréttir.

Forsetinn hefur átt í illdeilum við samfélagsmiðilinn Twitter undanfarin misseri í kjölfar þess að miðillinn hóf að setja viðvaranir við tíst forsetans, sem hefur brugðist við með því setja samfélagsmiðlum strangari reglur.

Eins og sjá má hér að neðan hefur myndskeiðið við tíst Trump verið gert óvirkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert