ESB til í að útiloka ferðamenn frá Bandaríkjunum

Ferðamaður hitamældur á flugvelli í Los Angeles í Kaliforníu.
Ferðamaður hitamældur á flugvelli í Los Angeles í Kaliforníu. AFP

Evrópusambandið er tilbúið í að útiloka flesta ferðamenn frá Bandaríkjunum, Rússlandi og tugum annarra landa sem talin eru áhættusöm vegna þess að þau hafa ekki náð stjórn á útbreiðslu kórónuveiru, að því er embættismenn innan Evrópusambandsins tjáðu New York Times í dag. 

Sambandið er tilbúið í að taka ferðamönnum frá meira en tylft annarra landa, sem eru ekki aðframkomin af veirunni, opnum örmum þegar sambandið opnar aftur eftir mánaða langa lokun landamæra fyrsta júlí næstkomandi. 

Kína kemst á listann yfir þau lönd sem Evrópusambandið er tilbúið í að taka við ferðamönnum frá en eingöngu ef Kína fellst á að taka á móti Evrópusambandsríkjum. 

Aldrei hafa fleiri smit­ast af kór­ónu­veirunni á ein­um degi í Banda­ríkj­un­um en í gær. Þá greindust 40 þúsund smit. Þar áður hafði mesti dag­legi fjöldi greindra smita verið 36.400, en það var hinn 24. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert