Stefnir í einvígi Trzakowskis og Duda

Hreinan meirihluta þarf til að ná kjöri og ef marka …
Hreinan meirihluta þarf til að ná kjöri og ef marka má útgönguspár er Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjár, með 30,4% greiddra atkvæða en Andrzej Duda, sitjandi forseti, með 41,8%. Valið mun því standa á milli þeirra í annarri umferð forsetakosninganna 12. júlí. AFP

Útgönguspár forsetakosninga í Póllandi benda til þess að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, og Rafal Trzakowski, borgarstjóri Varsjár, muni eigast við í annarri umferð kosninganna sem fram fara í næsta mánuði.  

Hreinan meirihluta þarf til að ná kjöri og ef marka má útgönguspár er Duda með 41,8% greiddra atkvæða en Trzakowski 30,4%. 

Duda er fram­bjóðandi stjórn­ar­flokks­ins íhalds­sama Laga og rétt­læt­is og tapi hann kosn­ing­unum má bú­ast við tals­verðum breyt­ing­um á stjórn­ar­hátt­um í Póllandi.Trza­skowski er fram­bjóðandi Borg­ara­flokks­ins og mun frjáls­lynd­ari og hef­ur heitið því, verði hann kjör­inn for­seti, að bæta sam­band Pól­lands og ráðamanna í Brus­sel. 

„Ég verð frambjóðandi breytinga!“ sagði Trza­skowski á kosningavöku sinni í Varsjá í kvöld. 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er í hópi borgarstjóra í Evrópu sem hafa lýst yfir stuðningi við framboð Trzakowskis.

Níu buðu sig fram gegn Duda, auk Trzakowskis. Fjölmiðlamaðurinn Szymon Holownia er með 13,3% greiddra atkvæða á eftir borgarstjóranum og sitjandi forseta. Kannanir benda til að fylgi hans muni færast yfir til Trzakowskis og því gæti stefnt í spennandi aðra umferð forsetakosninganna, sem fram fer 12. júlí. 

Upphaflega átti að ganga til kosninga í maí en þeim var frestað sökum útbreiðslu kórónuveirunnar í Póllandi. Kjörsókn var með besta móti í kosningunum í dag, um 62,9% samkvæmt útgönguspám, sem er meira en í fyrri kosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert