Börn á meðal hinna látnu

Ættingi farþega sem lést við Sadarghat þar sem borið var …
Ættingi farþega sem lést við Sadarghat þar sem borið var kennsl á hin látnu. AFP

Hið minnsta 32 eru látnir eftir ferjuslys nærri höfuðborginni Dhaka í Bangladesh. Fjölmargra er enn saknað. 

Fram kemur á vef BBC að skipinu hvolfdi eftir árekstur við annað skip í Buriganga-ánni, nærri höfninni Sadarghat. 

Ferjan kom frá þorpi fyrir miðju landsins og um borð voru rúmlega 50 farþegar þegar slysið varð. Vitni að slysinu hafa sagt að fjölmargir farþegar hafi verið fastir í farþegarýmum þegar ferjunni hvolfdi. 

Ferjuslys eru algeng í Bangladesh vegna þrengsla og úreltra öryggisreglna. 

Abul Khair, kafari hjá slökkviliði Dhaka, sagði í samtali við AFP að 32 lík hafi fundist, þar af nokkur börn, en að talið er að 20 farþega sé enn saknað. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert