Lög sem takmarka þungunarrof stangast á við stjórnarskrá

Úrskurðurinn markar þáttaksil og er mikill sigur fyrir þá sem …
Úrskurðurinn markar þáttaksil og er mikill sigur fyrir þá sem berjast fyrir sjálfsákvörðurnarrétti kvenna hvað varðar þungunarrof. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem takmarka þungunarrof í Louisiana-ríki stangist á við stjórnarskrá landsins. 

Úrskurðurinn markar þáttaskil og er mikill sigur fyrir þá sem berjast fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna hvað varðar þungunarrof. 

Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, John Roberts, átti oddaatkvæðið en hann greiddi atkvæði með frjálslyndum dómurum réttarins en sjálfur tilheyrir hann íhaldssamari dómurum hans. 

Í lögunum, sem samþykkti voru í Louisiana árið 2014, er kveðið á um að læknar sem framkvæma þungunarrofsaðgerðir verði að hafa tilskilin leyfi til að leggja inn sjúklinga á sjúkrahús innan við 48 kílómetra frá læknastofunni þar sem aðgerðin er framkvæmd. Fram kemur í dómnum að það leggi óviðeigandi byrði á konur.

mbl.is