Björguðu litlum bjarnarhúni

Litli bjarndýrsunginn syndandi um með plastkrukkuna á sér.
Litli bjarndýrsunginn syndandi um með plastkrukkuna á sér. Skjáskot/BBC

Bjarnarhúnn í Wisconsin í Bandaríkjunum komst í hann krappan þegar höfuðið á honum festist í plastkrukku. 

Tricia Hurt og fjölskylda hennar voru við fiskveiðar þegar þau sáu húninn syndandi í vatninu og ákváðu að koma honum til bjargar. 

Fjölskyldan gerði fjölmargar tilraunir til að hjálpa húninum sem reyndi í sífellu að synda í burtu. Að lokum náðu þau taki á húninum og gátu togað plastkrukkuna af honum.

mbl.is