Öryggislög taka gildi í Hong Kong á morgun

Mikil mótmæli í Hong Kong á síðasta ári urðu kveikjan …
Mikil mótmæli í Hong Kong á síðasta ári urðu kveikjan að lagasetningu kínverskra yfirvalda. AFP

Ný öryggislög fyrir Hong Kong eru gengin í gegn og taka gildi á morgun, 1. júlí. Þetta herma heimildir BBC.

Lög­in kveða á um bann við upp­reisn­ar­áróðri, landráði og sjálf­stæðisum­leit­un­um sjálf­stjórn­ar­héraðsins, auk þess sem málfrelsi og réttur til mótmæla verður verulega  skertur.

Óttast er að með lögunum sé réttarfarslegu sjálfstæði Hong Kong stefnt í hættu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið því að bjóða hluta íbúa Hong Kong, eða 3 milljónum íbúa, breskan ríkisborgararétt, taki lögin gildi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert