14 tonn af amfetamíni frá Ríki íslams

Talið er að virði fíkniefnanna nemi 1 milljarði evra.
Talið er að virði fíkniefnanna nemi 1 milljarði evra. AFP

Ítalska lögreglan hefur lagt hald á 14 tonn af amfetamíni, framleiddu af samtökunum sem kenna sig við Ríki íslams í Sýrlandi. Talið er að um sé að ræða mesta magn fíkniefna frá samtökunum sem haldlagt hefur verið.

Virði fíkniefnanna, sem eru í töfluformi og voru falin innan um annan varning, er talið hlaupa á um 1 milljarði evra. 

Þá er talið að efnunum hafi átt að koma í sölu í Evrópu til að fjármagna hryðjuverk samtakanna, samkvæmt lögreglunni í Napólí.

„Við vitum að Ríki íslams fjármagnar hryðjuverk sín að stærstum hluta með útflutningi fíkniefna sem þau framleiða í Sýrlandi, en undanfarin ár eru þau orðin stærsti framleiðandi amfetamíns í heiminum,“ segir í tilkynningu ítölsku lögreglunnar.

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert