Bandaríkin kaupa upp remdesivir-birgðir

Bandaríkin hafa keypt rúmlega hálfa milljón skammta af lyfinu frá …
Bandaríkin hafa keypt rúmlega hálfa milljón skammta af lyfinu frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Gilead. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa keypt upp allar birgðir af lyfinu remdesivir næstu þrjá mánuði og verður lyfið ófáanlegt fyrir aðrar þjóðir. Remdesivir var framleitt gegn lifrarbólgu C og hefur verið notað gegn ebólu, en það hefur einnig reynst vel gegn kórónuveirunni.

Bandaríkin hafa keypt rúmlega hálfa milljón skammta af lyfinu frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Gilead, en það er öll framleiðsla lyfsins í júlí og 90% framleiðslu þess í ágúst og september, að því er fram kemur í frétt Guardian sem greinir frá málinu.

Heilbrigðisyfirvöld segja faraldurinn orðinn nánast stjórnlausan í landinu, en í gær höfðu fleiri en 46 þúsund greins með kórónuveiruna á einum sólarhring, sem var nýtt met daglegra tilfella, en Ant­hony Fauci, sem leiðir sótt­varnateymi Hvíta húss­ins, hefur varað við því að 100 þúsund tilfelli gætu farið að greinast í Bandaríkjunum daglega.

mbl.is