Trump fækkar hermönnum í Þýskalandi

Með ákvörðuninni fækkar bandarískum hermönnum í Þýskalandi úr 34.500 í …
Með ákvörðuninni fækkar bandarískum hermönnum í Þýskalandi úr 34.500 í 25.000. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur skrifað undir tilskipun þess efnis að 9.500 bandarískir hermenn verði fluttir frá bandarískum herstöðvum í Þýskalandi. 

Með ákvörðuninni fækkar bandarískum hermönnum í Þýskalandi úr 34.500 í 25.000, en Trump hefur áður sakað Þjóðverja um að leggja ekki nógu mikið af mörkunum til Atlantshafsbandalagsins.

Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna er ekki tekið fram hvert hermennirnir verða sendir eða hvenær, en Trump hefur gefið það í skyn að til standi að senda hluta þeirra til Póllands. Það gerði hann í opinberri heimsókn Andrzej Duda, forseta Póllands, í Hvíta húsinu á dögunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert