Fjarlægja hakakrossinn úr merkinu

Fyrir miðju eldra merkisins var hakakross sem hefur nú verið …
Fyrir miðju eldra merkisins var hakakross sem hefur nú verið fjarlægður. Ljósmynd/Finnska varnarmálaráðuneytið

Finnski flugherinn hefur nú fjarlægt hakakross úr kennimerki sínu. Lítið fór fyrir breytingunum, en það var Teivo Teivainen, fræðimaður við Háskólann í Helsinki, sem fyrst varð var við nýja kennimerkið. 

Teivainen hafði fram að breytingunum velt því upp opinberlega hver tilgangur hakakrossins væri. Finnski flugherinn hefur haft hakakross í merki sínu frá stofnun hans árið 1918, skömmu eftir að Finnland varð sjálfstætt ríki og löngu áður en uppgangur nasista í Evrópu hófst. 

Fram til ársins 1945 var blár hakakross á hvítum bakgrunni á öllum vélum finnska flughersins, en því var þó ekki ætlað að vera til stuðnings nasistum Þýskalands samkvæmt BBC.

Eftir stríðslok 1945 var hakakrossinn fjarlægður af vélum hersins, en hann var þó áfram í merki þess sem skreytti einkennisbúninga, fána og fleira. 

mbl.is