Yfir 100 látnir í aurskriðu við námu

Yfir hundrað eru látnir eftir að aurskriða féll í námu …
Yfir hundrað eru látnir eftir að aurskriða féll í námu í norðurhluta Búrma. AFP

Að minnsta kosti 113 eru látnir eftir að aurskriða féll í námu í norðurhluta Búrma. Björgunaraðgerðir hafa gengið erfiðlega sökum úrhellisrigningar og hefur verið frestað um sinn. 

Steintegundin jaði er unnin í námunni sem er í Kachin-héraði og eru slys algeng á þessum þessum slóðum en yfirvöld segja aurskriðuna sem féll í nótt með því versta sem hent hefur á námusvæðinu. 

„Námuverkamennirnir voru kæfðir í bylgju af leðju sem skall á eftir mikið úrhelli,“ segir í færslu á Facebook-síðu slökkviliðsins. 

Námur af þessu tagi eru hvergi fleiri en í Búrma og árlegar tekjur af vinnslu steintegundarinnar nema um 31 milljarði dollara. Þekkt er að almenningur safnist saman við námurnar til að leita verðmætra steina og óttast yfirvöld að fjöldi fólks sem safnast hafði við námuna hafi farist í aurskriðunni.

Björgunaraðgerðir hafa gengið erfiðlega sökum úrhellisrigningar og hefur verið frestað …
Björgunaraðgerðir hafa gengið erfiðlega sökum úrhellisrigningar og hefur verið frestað um sinn. AFP
mbl.is