Farþegar frá Íslandi undanskildir sóttkví

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Ísland er á meðal þeirra 60 landa hverra farþegar sem koma til Bretlands verða undanskildir reglunni um tveggja vikna sóttkví við komuna. 

Finnland, Noregur, Danmörk, Grænland og Færeyjar eru einnig á listanum en ekki Svíþjóð. Þá eru Bandaríkin og Kína hvorugt á listanum en Hong Kong er það. 

Frá og með 10. júlí geta íslenskir ferðamenn því ferðast til Bretlands án þess að fara í sóttkví við komuna, með þeirri undantekningu þó að hafi þeir farið til annars lands eða svæðis síðustu 14 daga fyrir komuna þurfa þeir að fara í sóttkví. 

Ríkin á listanum eiga það sameiginlegt að ekki er talið að ógn stafi af kórónuveirunni og því sé sóttkví ekki nauðsynleg.

Búist er við því að einhverjum takmörkunum verði aflétt í Bretlandi á morgun, en Boris Johnson forsætisráðherra hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. 

Listinn í heild sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert