Farþegar frá um 60 ríkjum undanskildir sóttkví

Farþegar sem koma til Englands frá ríkjum á borð við …
Farþegar sem koma til Englands frá ríkjum á borð við Frakkland, Spán, Þýskalandi og Ítalíu munu ekki þurfa að fara í sóttkví frá og með 10. júlí. Reglan mun eiga við um 60 ríki og verður heildarlistinn birtur síðar í dag. AFP

Farþegar sem koma til Englands frá ríkjum á borð við Frakkland, Spán, Þýskalandi og Ítalíu munu ekki þurfa að fara í sóttkví frá og með 10. júlí. Frá þessu greinir samgönguráðuneyti Bretlands. 

Núna þurfa ferðamenn, fyr­ir utan þá sem koma frá Írlandi, að fara í tveggja vikna sótt­kví. Rík­is­stjórn Bret­lands hef­ur áður gefið í skyn að myndaðar verði loft­brýr við ákveðin lönd sem tal­in eru ör­ugg. BBC greindi frá því í gær að þessar breytingar tækju gildi á mánudag, 6. júlí, en nú er ljóst að þær taka gildi þann 10. 

Listi yfir ríkin verður birtur í heild sinni síðar í dag og eru þau um 60 talsins. Eiga þau það öll sameiginlegt að ekki er talið að ógn stafi af kórónuveirunni og því sé sóttkví ónauðsynleg. 

Ekki liggur fyrir hvort Ísland sé á listanum en samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu verður listinn endurskoðaður og uppfærður reglulega í takt þróun útbreiðslu veirunnar í heiminum.

Frétt BBC

mbl.is