Klúðruðu færeyska flagginu í þriðja sinn

Færeyingar halda upp á Ólafsvöku 29. júlí.
Færeyingar halda upp á Ólafsvöku 29. júlí. mbl.is

Færeyska fánanum var flaggað fyrir utan stofnanir víða í Danmörku þann 29. júní sl. í tilefni Ólafsvöku, sem er eins konar þjóðhátíð Færeyinga. Vandamálið var hins vegar það að Danirnir flögguðu mánuði of snemma því Ólafsvaka er haldin 29. júlí.

„Pínlegt og virðingarlaust,“ segir Sjúrður Skaale, annar tveggja þingmanna Færeyinga á danska þinginu, um málið.

Einungis fimm ár eru síðan byrjað var að draga færeyska fánann að húni í Danmörku í tilefni Ólafsvöku. Sú ákvörðun var tekin af dönsku ríkisstjórninni vorið 2016 til að votta Færeyingum virðingu sína.

Höfðu litina í öfugri röð

Það væri því líklega auðvelt að fyrirgefa Dönum mistökin ef þetta væri ekki í þriðja skiptið á þessum fimm árum sem annað hvort er flaggað á röngum degi eða rangur fáni notaður.

Danir hófu leikinn á að flagga fána með litina í öfugri röð.

Tveimur árum síðar flögguðu þeir mánuði of snemma og endurtóku svo mistökin aftur nú, öðrum tveimur árum síðar. Local.fo greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert