166 látnir eftir mótmæli og óeirðir í Eþíópíu

Dauði Hachalu Hundessa hefur orðið til þess að auka enn …
Dauði Hachalu Hundessa hefur orðið til þess að auka enn frekar á spennu þjóðarbrota í Eþíópíu. AFP

Samtals 166 manns eru látnir eftir ofbeldisfullar óeirðir í Eþíópíu frá því á mánudag, þegar vinsæll söngvari, Maacaaluu Hundeessaa, var skotinn til bana. Söngvarinn var hluti af Oromo-þjóðflokknum, stærsta þjóðflokki Eþíópíu, en óþekktur árásarmaður skaut hann í höfuðborg landsins.

Morðið varð til þess að ýfa upp spennu milli þjóðarbrota í landinu og hafa nú 145 almennir borgarar og 11 löggæslumenn látið lífið í Oromia-héraðinu, en auk þeirra er vitað að 10 manns hafi látist í höfuðborginni Addis Ababa.

Þeir sem tilheyra Oromo-þjóðflokkinum telja að stjórnvöld hafi áratugum saman haldið sér frá völdum og hafði tónlist Hundeessaa verið notuð af þeim sem hafa mótmælt stjórnvöldum undanfarið og þannig ákveðið tákn mótmælanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert