Bækur lýðræðissinna fjarlægðar af bókasöfnum

Bækur eftir lýðræðissinna hafa verið fjarlægðar af bókasöfnum Hong Kong.
Bækur eftir lýðræðissinna hafa verið fjarlægðar af bókasöfnum Hong Kong. AFP

Bækur eftir lýðræðissinna hafa verið fjarlægðar af opinberum bókasöfnum í Hong Kong. Bækurnar verða ritskoðaðar og kannað verður hvort þær samrýmist nýjum öryggislögum. 

Lög­in kveða á um bann við upp­reisn­ar­áróðri, landráðum og sjálf­stæðisum­leit­un­um sjálf­stjórn­ar­héraðsins, auk þess sem mál­frelsi og rétt­ur til að mót­mæla eru veru­lega skert með lög­un­um. 

Að minnsta kosti níu bækur eru nú óaðgengilegar eða í skoðun. 

Frétt BBC. 

mbl.is