Lést eftir að bifreið var ekið inn á lokað svæði

Mótmæli hafa staðið yfir í Seattle í nokkurn tíma.
Mótmæli hafa staðið yfir í Seattle í nokkurn tíma. AFP

Kona lést í Seattle í gærmorgun eftir að bifreið var ekið inn í mannþröng af mótmælendum á lokaðri hraðbraut. Hin látna var ein af mótmælendunum. Annar mótmælandi særðist þá í atvikinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum á staðnum var bifreiðinni fyrst ekið í gegnum girðingu á veginum og tók síðan stefnu á hópinn. Flestir náðu að víkja frá áður en bifreiðin kom, en ekki allir. Nokkrum klukkustundum eftir áreksturinn lést umrædd kona, sem hét Summer Taylor og var 24 ára.

Hluti af hópnum sem var við mótmæli á staðnum hafði verið að taka þátt í sérstakri kvennagöngu, sem var angi af BlackLivesMatter-mótmælum í borginni. Þau hafa verið mikil frá því að George Floyd var drepinn í Minneapolis í maí og mótmælaalda reið yfir Bandaríkin.

Hinn grunaði er 27 ára. Hann hefur þegar verið kærður fyrir tvær árásir en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi ætlað sér sérstaklega að ráðast á tiltekinn hóp af fólki.

Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan hjá ABC. Varúð: Það er ekki fyrir viðkvæma.

 


 

mbl.is

Bloggað um fréttina