Staðfestir ekki fullyrðingar Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Stephen Hahn, yfirmaður Lyfja- og matvælaeftirlits …
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Stephen Hahn, yfirmaður Lyfja- og matvælaeftirlits Bandaríkjanna. AFP

Formaður bandaríska lyfjaeftirlitsins, Dr. Stephen Hahn, gat í viðtölum við bandaríska fjölmiðla um helgina ekki staðfest fullyrðingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um tímasetningu bóluefnis fyrir kórónuveirunni. 

Trump hefur gefið til kynna að bóluefnislausn við faraldrinum verði tilbúin fyrr en vísindamenn hafa haldið fram. „Við erum að leysa úr læðingi alla vísindalega snilld þjóðarinnar og við mun að líkindum vera komin með meðferðar- eða bóluefnislausn „löngu fyrir áramót,“ sagði forsetinn.  

Hahn var inntur eftir viðbrögðum við fullyrðingum Trump, bæði um bóluefnið og um að 99% kórónuveirutilfella væru með öllu meinlaus, en Hahn kvaðst ekki mundu dæma eitt rétt og annað rangt. 

Hann sagði þó að ekki væri hægt að tímasetja bóluefnið enn um sinn. „Ég get ekki sagt fyrir um það hvenær bóluefnið verður tilbúið. Jú, við erum að sjá það hraða framþróun í bóluefninu að annað eins hefur ekki sést, en loforð okkar til Bandaríkjamanna er það að við munum taka ákvörðun byggða á gögnum og vísindum um bóluefnið, með tilliti til öryggis og áhrifa bóluefnisins.“

Þessi svör Hahn metur BBC á þann veg að þau rýri trúverðugleika fullyrðinga forsetans um að bóluefni verði að líkindum tilbúin fyrir lok árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert