„Eins og að vera í fangelsi“

Íbúar í Melbourne sem sæta nú útgöngubanni horfa út um …
Íbúar í Melbourne sem sæta nú útgöngubanni horfa út um gluggann á heimili sínu. AFP

„Ef þú byggir við þær aðstæður sem ég er í núna myndi þér líða eins og þú værir í fangelsi,“ segir Dima Abdu, íbúi í Melbourne í Ástralíu. 

Yfir fimm millj­ón­ir íbúa áströlsku borg­ar­inn­ar Mel­bour­ne verða að halda sig heima næstu sex vik­urn­ar vegna fjölg­un­ar nýrra kór­ónu­veiru­smita í borg­inni. Yf­ir­völd greindu frá þessu í dag.

Lang­flest­ir nem­end­ur munu þurfa að stunda fjar­nám og veit­ingastaðir og kaffi­hús mega aðeins af­greiða mat sem er sótt­ur. Þrátt fyr­ir að aðeins íbú­ar Mel­bour­ne þurfi að halda sig al­farið heima hef­ur þetta áhrif á alla íbúa Viktoríuríkis því á miðnætti í dag verður ríkið lokað af frá öðrum hlut­um lands­ins. Lög­regla og her ann­ast eft­ir­lit á ríkja­mörk­um.

„Ég er þeirrar skoðunar að það hefi verið hræðilega staðið að skipulagningu þessa,“ segir Dima í samtali við BBC frá heimili sínu. 

Fyrirvarinn var enginn að sögn Dimu og fjölmörgum íbúum gafst ekki tækifæri til að verða sér úti um matarbirgðir og lyf. 

„Ég væri til í að sjá minna af viðveru lögreglu. Þú þarf ekki 500 lögreglumenn á hverri vakt. Þetta er ógnandi fyrir íbúa. Ég tel að það þurfi frekar fleira heilbrigðisstarfsfólk og það þarf fleiri geðheilbrigðisstarfsmenn,“ segir Dima. 

mbl.is