Fimm milljónir í sex vikna útgöngubann

Yfir fimm milljónir íbúa áströlsku borgarinnar Melbourne verða að halda sig heima næstu sex vikurnar vegna fjölgunar nýrra kórónuveirusmita í borginni. Yfirvöld greindu frá þessu í dag.

Forsætisráðherra Victoria-ríkis, Daniel Andrews, segir að útgöngubannið taki gildi á miðnætti á morgun og vari að minnsta kosti í sex vikur. „Við getum ekki látið eins og kórónuveirufaraldurinn sé að baki,“ segir Andrews.

AFP

Alls var tilkynnt um 191 nýtt smit síðasta sólarhringinn og segir Andrews tilvikin of mörg til þess að hægt sé að rekja þau öll. „Það vill enginn vera í þessari stöðu,“ segir Andrews og að vitað sé að þetta muni valda óbætanlegum skaða fyrir einhverja. „Þetta muni taka verulega á,“ bætir hann við. 

Langflestir nemendur munu þurfa að stunda fjarnám og veitingastaðir og kaffihús mega aðeins afgreiða mat sem er sóttur. Þrátt fyrir að aðeins íbúar Melborune þurfi að halda sig alfarið heima hefur þetta áhrif á alla íbúa Victoria því á miðnætti í dag verður ríkið lokað af frá öðrum hlutum landsins. Lögregla og her annast eftirlit á ríkjamörkum. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert