Hafi dregið að sér fé til að fjármagna neyslu sína

Tam­son Hatuikluipi og Jóhannes Stefánsson.
Tam­son Hatuikluipi og Jóhannes Stefánsson. Samsett mynd

Réttarhald í einum anga Samherja-málsins í Namibíu hélt áfram í morgun þegar Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og tengdasonur hans Tam­son Hatuikluipi komu fyrir dómara til að reyna fá að verða látnir lausir gegn tryggingu.  

Tam­son Hatuikluipi sagðist fyrir dómi vera vellauðugur og sagðist geta lagt fram eignir að andvirði 16 milljóna namibískra dollara sem veð fyrir lausn hans. Samtals ætti hann eignir sem nemi 40 milljónum namibískra dollara og bifreiðar að andvirði 12 milljónum.

Esau bauð sveitabýli sitt og hús að andvirði 23 milljóna namibískra dollara sem veð fyrir að losna úr haldi. Þetta kemur fram í The Namibian Sun.

Fyrir dómi komu fram harðar ásakanir í garð uppljóstrarans Jóhennesar Stefánssonar og sagði Hatuikluipi að Jóhannes hefði dregið að sér fé þegar hann starfaði fyrir Samherja til að fjármagna neyslu sína á fíkniefnum. Jóhannes hafi átt harma að hefna gegn Samherja og því hafi hann stigið fram og uppljóstrað um meint brot Samherja í Namibíu.mbl.is

Bloggað um fréttina