Héraðsdómar rýmdir vegna sprengjuhótana

Ekki er víst hver eða hverjir standa að baki hótununum. …
Ekki er víst hver eða hverjir standa að baki hótununum. Myndin er úr safni. AFP

Sprengjuhótanir urðu til þess að rýma varð nokkra dómstóla í Þýskalandi í morgun, þriðjudag. Meðal bygginga sem voru rýmdar eru dómshús í Mainz, Erfurt, Luebeck og Wolfsburg, og skrifstofa héraðssaksóknara í Erfurt.

Hótunin barst héraðsdóminum í Mainz snemma í morgun, en leitað hefur verið í byggingunum án þess að neitt marktækt hafi fundist við leitina. Einnig var leitað í nærliggjandi byggingum, og þær rýmdar.

Ekki er víst hver eða hverjir standa að baki hótununum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert