Kína leiðir kapphlaupið um bóluefni

Vel gengur að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni.
Vel gengur að þróa bóluefni gegn kórónuveirunni. MARIO TAMA

Kína leiðir nú kapphlaupið um bóluefni gegn kórónuveirunni. Eru tilraunir með bóluefni lyfjafyrirtækisins Sinovac Biotech nú komnar á fullt. Tilraunirnar eru á lokastigi, en fyrirtækið er þriðja sinnar tegundar til að komast á síðasta stig rannsókna með bóluefni gegn veirunni. 

Í Kína hefur ríkið, í samvinnu við einkageirann og herinn, unnið hörðum höndum að því að ná tökum á veirunni. Veiran hefur orðið rétt um 500 þúsund manns að bana, þar af rétt um 90 þúsund í Kína. Þróun bóluefnis þar í landi hefur gengið mjög hratt og er í raun langt á undan áætlun. 

Í ljósi þess að vel hefur tekist að ná stjórn á faraldrinum í Kína eru mjög fáir sjúklingar nú smitaðir af veirunni. Mun það gera framangreindu fyrirtæki eilítið erfitt fyrir í tilraunum. Ljóst er að áskoranir bíða Kínverja við þróun bóluefnis, en vonir eru bundnar við að það verði tilbúið fyrir lok árs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert