Nektin kostaði hálfa milljón

Það hefur vafist fyrir yfirvöldum á Ítalíu að halda fólki …
Það hefur vafist fyrir yfirvöldum á Ítalíu að halda fólki frá baðströndum í sumarhitanum. AFP

Sex voru sektaðir fyrir að bera sig á baðströnd við Como-vatn á Ítalíu og miðsbjóða þannig öðrum gestum. 

Lögregla sá til striplinganna þegar hún vaktaði strendur Abbadia Lariana, en hún var þar til að framfylgja sóttvarnatakmörkunum vegna kórónuveirunnar. 

Um var að ræða 6 karlmenn, á aldrinum 43 til 68, og fengu þeir allir sekt upp á 3.333 evrur, því sem nemur rúmlega hálfri milljón króna. 

Eftir því sem fram kemur á BBC hafa yfirvöld í Lombardy-héraði átt erfitt með að koma í veg fyrir stórar samkomur á ströndum héraðsins. Auk striplinganna varð lögregla vör við um 70 aðra strandargesti, aðallega ferðamenn frá Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. 

mbl.is