Tæp 80% einkennalaus við sýnatöku

Tæplega 80% sýktra einstaklinga í Bretlandi voru einkennalausir við sýnatöku.
Tæplega 80% sýktra einstaklinga í Bretlandi voru einkennalausir við sýnatöku. AFP

Aðeins 22% þeirra sem greinst hafa með kórónuveiruna í Bretlandi fundu fyrir einkennum við sýnatöku samkvæmt Tölfræðistofnun Bretlands. 

Fram kemur í frétt BBC að heilbrigðis- og félagsstarfsfólk hafi þá verið líklegra til að smitast af veirunni. 

Rannsókn Tölfræðistofnunarinnar laut að heldur fáum jákvæðum sýnum, alls 120 sem valin voru af handahófi um allt Bretland. Smitaðir einstaklingar höfðu sumir áður fundið fyrir einkennum fyrir sýnatöku, en fundu fyrir einkennum að sýnatöku lokinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert