Einn lést þegar byggingarkrani hrundi

Slökkviliðsmenn kanna aðstæður á vettvangi.
Slökkviliðsmenn kanna aðstæður á vettvangi. AFP

Einn lét lífið og fjórir slösuðust þegar byggingarkrani hrundi á íbúðarhús í austurhluta Lundúna. Kraninn, sem var 20 metrar á hæð, lenti á tveimur húsum og á byggingarsvæði.

Í fyrstu fundu viðbragðsaðilar fjóra slasaða, þar af höfðu tveir slasast á höfði, og var farið með þá á sjúkrahús. Í kjölfarið fannst hinn látni.

„Því miður, þrátt fyrir björgunartilraunir, fundum við fimmta aðilann á vettvangi og er hann látinn. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hins látna á þessum erfiðu tímum,“ sagði í yfirlýsingu frá yfirvöldum.

Ekki er vitað hvað olli því að kraninn hrundi en teymi sérfræðinga hafa verið send á vettvang til að rannsaka það og koma í veg fyrir frekari skemmdir eða hrun bygginga.

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús.
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús. AFP
Ekki er vitað hvað olli því að kraninn hrundi.
Ekki er vitað hvað olli því að kraninn hrundi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert