Matargestir fái 50% afslátt af reikningnum

Rishi Sunak kynnti nýjar aðgerðir til að koma efnahagslífinu aftur …
Rishi Sunak kynnti nýjar aðgerðir til að koma efnahagslífinu aftur af stað. AFP

Fjármálaráðherra Bretlands hefur tilkynnt að gestir veitingahúsa fái 50% afslátt af reikningum sínum í ágústmánuði, en um er að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að koma bresku efnahagslífi aftur á skrið í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Rishi Sunak hefur tilkynnt verkefni sem kallast uppá enska tungu „eat out to help out“, en með því mun gestum veitingahúsa bjóðast allt að 10 sterlingspunda afsláttur á mann þegar farið er út að borða á mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöldum.

Þá mun virðisaukaskattur á veitinga- og ferðaþjónustu verða lækkaður um 5% næstu sex mánuði.

Barir og veitingastaðir voru opnaðir að nýju í Bretlandi síðastliðinn …
Barir og veitingastaðir voru opnaðir að nýju í Bretlandi síðastliðinn laugardag eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. AFP

Barir og veitingastaðir voru opnaðir að nýju í Bretlandi síðastliðinn laugardag eftir rúmlega þriggja mánaða lokun.

Frétt BBC

mbl.is