Segir Kína mestu ógn Bandaríkjanna

Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), Christopher Wray, segir að mesta ógn Bandaríkjanna til lengri tíma séu njósnir og þjófnaður kínverskra stjórnvalda.

Þetta kom fram í máli hans á fundi hjá Hudson-stofnuninni í Washington að því er fram kemur á vef BBC. Wray lýsti þar herferð kínverskra yfirvalda sem meðal annars beinist gegn Kínverjum búsettum erlendis.

Wray segir kínversk yfirvöld staðföst í að gera Kína að eina stórveldi heimsins og séu reiðubúin til að beita öllum brögðum til að svo verði. Meðal annars með njósnum, stuldi á upplýsingum og gjaldmiðlum og ólöglegum pólitískum aðgerðum þar sem meðal annars mútum og fjársvikum er beitt til þess að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjanna. 

FBI hafi vart undan við að rannsaka gagnnjósnamál tengd Kína og af þeim tæplega fimm þúsund slíkum málum sem séu til rannsóknar tengist um það bil helmingur þeirra Kína.

Að sögn framkvæmdastjóra FBI er forseti Kína, Xi Jinping, í fylkingarbrjósti aðgerðar sem nefnist „Fox Hunt“ (refaveiðar) og beinist að kínversku fólki sem býr erlendis og kínversk stjórnvöld líta á sem ógn.

Christopher Wray, framkvæmdastjóri FBI.
Christopher Wray, framkvæmdastjóri FBI. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert