Vara við aðför að tjáningafrelsinu

J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna.
J.K. Rowling, höfundur Harry Potter bókanna. AFP

Um það bil 150 rithöfundar, mannréttindafrömuðir og fræðimenn, meðal annars J.K. Rowling höfundur Harry Potter bókanna og Margaret Atwood, hafa skrifað undir opið bréf þar sem varað er við hömlum á rökræður. 

Fram kemur í bréfinu að sú mikla umræða sem skapast hefur um kynþáttafordóma og ójöfnuð að undanförnu hafi verið löngu tímabær, en að umræðan hafi ýtt undir takmarkanir á opnum rökræðum. 

Þeir sem undir bréfið skrifa fordæma tilhneigingu til „opinberrar smánunar og útskúfunar“ og „blindandi siðferðislega vissu“. 

Á meðal þeirra sem undir bréfið skrifa eru aðilar sem hafa orðið fyrir gagnrýni vegna ummæla sinna eða gjörða að undanförnu. 

J.K. Rowling var meðal annars harðlega gagnrýnd fyrir ummæli hennar um transfólk í síðasta mánuði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina