Borgarstjórans í Seúl saknað

Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, ásamt Park Won-soon.
Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, ásamt Park Won-soon. AFP

Leit stendur yfir að borgarstjóranum í höfuðborg Suður-Kóreu, Seúl, en hann mætti ekki til vinnu í dag og er saknað.

Að sögn lögreglu er Park Won-soon leitað í Sungbuk-hverfinu en þar var síðast greint merki frá farsíma hans. Slökkt hefur verið á farsímanum. Dóttir hans segir að hann hafi skilið eftir talhólfsskilaboð áður en hann fór að heiman.

Park, sem er 64 ára að aldri, var kjörinn borgarstjóri í Seúl árið 2011. Þriðja og síðasta mögulega kjörtímabil hans hófst í júní í fyrra. 

Eins og áður sagði mætti Park ekki til vinnu í morgun og aflýsti fundi með starfsmönnum á skrifstofu forseta landsins sem átti að halda á skrifstofu borgarstjóra í dag. 

Park, sem er félagi í Demókrataflokki forseta landsins, Moon Jae-in, og hefur verið rætt um að hann fari mögulega í forsetaframboð eftir 2 ár.

Frétt BBC

mbl.is