Kveikt í styttu af Melania Trump

Styttan af forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump.
Styttan af forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump. AFP

Kveikt var í styttu úr við af forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Styttan, sem var skammt frá fæðingarbæ hennar í Slóveníu, var fjarlægð að beiðni listamannsins daginn eftir. Styttan var sett upp í júlí í fyrra.

Bandarísku forsetahjónin, Donald Trump og Melania Trump.
Bandarísku forsetahjónin, Donald Trump og Melania Trump. AFP

Listamaðurinn, Brad Downey, býr í Berlín en er bandarískur. Hann segir í samtali við Reuters að hann vilji að upplýst verði hvers vegna kveikt var í styttunni og hver hafi verið þar að verki. Unnið er að rannsókn málsins að sögn lögreglu. Downey segir að hann hafi viljað að styttan myndi vekja upp umræðu um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum og þar á meðal málefni innflytjenda. Melania er fædd í Slóveníu en flutti til Bandaríkjanna á tíunda áratugnum. 

Styttan hefur fengið misjafna dóma og segja ýmsir hana minna meira á Strympu en forsetafrúna. 

Frétt BBC

Strumparnir, þar á meðal Strympa.
Strumparnir, þar á meðal Strympa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert