Kosningafundi Trump frestað um „viku eða tvær“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Kosningafundi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem átti að fara fram á morgun í New Hampshire, hefur verið frestað um „viku eða tvær“. 

Forsetinn hóf kosningabaráttu sína fyrir komandi forsetakosningar með fundi í Tulsa Oklahoma 20. júní. Sá fundur fór ekki sem skyldi, en talsvert færri voru á fundinum en búist var við. Trump fullyrti fyrir fundinn að nærri milljón manns hefðu sóst eftir miðum á fundinn, en ekki voru nema 7.000 gestir í höllinni sem tekur alls 19.000 manns í sæti. 

Ekki liggur fyrir hvers vegna fundinum sem fram átti að fara á morgun var frestað. 

mbl.is