Sendiherra hreinsaður af sök

Anna Lindstedt sést hér koma í réttarsalinn í héraðsdómi í …
Anna Lindstedt sést hér koma í réttarsalinn í héraðsdómi í Stokkhólmi í morgun. AFP

Fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Peking var hreinsaður af sök í héraðsdómi í Stokkhólmi í dag um að hafa farið út fyrir valdheimildir með því að reyna að fá andófsmann látinn lausan úr haldi.

Anna Lindstedt, sem var sendiherra í Kína 2016-2019, var sökuð um að hafa brotið reglur og mætt á fund sem hún hafði ekki heimild til að sijta í þeirra von að fá kínversk-sænskan bókaútgefanda lausan úr haldi í Kína. 

Málið snýst um útgefandann Gui Minhai sem var dæmdur í tíu ára fangelsi í Kína fyrr á árinu. Vegna málsins hefur stjórnmálasamband Svíþjóðar og Kína verið fremur stirt í meira en fimm ár.

Gui Min­hai var dæmd­ur fyr­ir að hafa með ólög­leg­um hætti veitt er­lend­um leyniþjón­ust­um upp­lýs­ing­ar.

Hann er einn fimm bóka­út­gef­enda í Hong Kong sem eru þekkt­ir fyr­ir út­gáfu á klúr­um bóka­titl­um um kín­verska stjórn­mála­leiðtoga. 

Sænskir og alþjóðlegir fjölmiðlar fylgdust grannt með í réttarsalnum.
Sænskir og alþjóðlegir fjölmiðlar fylgdust grannt með í réttarsalnum. AFP

Gui hvarf árið 2015 er hann var í sum­ar­leyfi í Taílandi. Hann kom síðar í ljós í Kína þar sem hann játaði að hafa orðið vald­ur að um­ferðarslysi og að hafa smyglað ólög­leg­um bók­um. 

Hann afplánaði tveggja ára fang­els­is­dóm í Kína en þrem­ur mánuðum eft­ir að hann var lát­inn laus í októ­ber 2017 var Gui handtekinn af kín­versk­um yf­ir­völd­um um borð í lest á leið til Pek­ing í fe­brú­ar 2018. Þar var hann í för með sænsk­um diplómöt­um. Stuðnings­menn hans og fjöl­skylda segja að hand­taka hans sé hluti af póli­tísk­um hreins­un­um yf­ir­valda í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert