Trump mun bera grímu

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur staðfest að hann muni bera grímu þegar hann hann sækir hersjúkrahús Walters Reed heim á laugardag. Sjúkrahúsið er staðsett rétt utan við Washington-ríki, en þar er hlúið að bandarískum hermönnum. 

Forsetinn hefur fram til þessa forðast að láta sjá sig með grímu, en hefur þó sagt að honum finnist viðeigndi að bera grímu við ákveðin tilefni. „Ég á von á því að bera grímu þegar ég fer á spítalann. Þegar þú ferð inn í slíka byggingu er það mjög viðeigandi. Mér finnst ekkert að því að vera með grímu fyrir vitjunum,“ sagði Trump í viðtali við Fox News. 

Á sjúkrahúsinu mun Trump ræða við særða hermenn auk þess að fara yfir stöðuna með framlínustarfsfólki. Óljóst er hvort forsetinn verði myndaður með grímuna, en oft á tíðum eru heimsóknir sem þessar fyrir luktum dyrum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert