Vara við handahófskenndum handtökum

Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur varað við handahófskenndum handtökum.
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur varað við handahófskenndum handtökum. AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið bað í gær þegna sína, sem búsettir eru í Kína, að gæta sérstakrar varfærni. Ástæðan þar að baki er sú að auknar líkur eru á því að kínversk stjórnvöld kunni að hefja handahófskenndar handtökur í kjölfar stirðara sambands milli ríkjanna. Þetta kemur fram á vef Reuters. 

Líkur séu á því að kínversk stjórnvöld muni handataka og banna bandarískum ríkisborgurum að yfirgefa landið. „Einstaklingar sem búsettir eru í Kína gætu verið handteknir án þess að geta haft samband við sendiráðið þar í landi. Þá er óvíst hvort eitthvað verði gefið upp um meinta ástæðu handtökunnar,“ segir í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu. 

Viðvörunin er býsna harðorð, en þar eru bandarískir ríkisborgara varaðir við því að geta lent í löngu gæsluvarðahaldi og yfirheyrslum. Telur utanríkisráðuneytið að kínversk stjórnvöld muni skýla sér á bakvið þjóðaröryggi verði af framangreindum handtökum. Óljóst er hvað olli því að ráðneytið taldi nauðsynlegt að senda frá sér viðvörunina. 

mbl.is