Höfuðpaur barnaníðshrings handtekinn

AFP

Fertugur maður sem er talinn hafa rekið fjölmargar barnaníðssíður á huldunetinu var handtekinn nýverið í Frakklandi. Maðurinn er álitinn af lögreglu einn hættulegasti glæpamaðurinn í heiminum þegar kemur að kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

Embætti saksóknara í Frakklandi tilkynnti í dag um handtökuna en samkvæmt tilkynningu var maðurinn handtekinn í Bordeaux 7. júlí. Hann er grunaður um að hafa rekið vefsíður á huldunetinu þar sem boðið var upp á kynferðisofbeldi, bæði myndir og myndskeið, til viðskiptavina víðsvegar um heiminn. Viðskiptavinahópurinn er stór eða fleiri þúsund manns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert