Hjúkunarfræðingar fá verulega launahækkun

Kjarasamningur sem undirritaður var í Frakklandi í gær kveður á um að heilbrigðisstarfsfólk fær verulega launahækkun. Alls er um að ræða átta milljarða evra en hjúkrunarfræðingar fá 183 evra, tæplega 30 þúsund króna, hækkun að meðaltali á mánuði. Jafnframt fá læknar sem starfa á ríkissjúkrahúsum eingreiðslu. Sú aðgerð kostar franska ríkið 450 milljónir evra.

Forsætisráðherra Frakklands, Jean Castex, viðurkennir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft sitt að segja við gerð samningsins sem var undirritaður af fulltrúum í ríkisstjórn og stéttarfélaga í gærdag. Samningaviðræður höfðu staðið yfir í sjö vikur. 

Á meðan farsóttin geisaði sem harðast í Frakklandi mátti á hverju kvöldi sjá fólk á svölum og görðum sínum klappa fyrir óeigingjörnu starfi starfsfólks í heilbrigðiskerfinu.

Hjúrkunarfræðingar í Frakklandi hafa, líkt og starfssystkini þeirra um allan …
Hjúrkunarfræðingar í Frakklandi hafa, líkt og starfssystkini þeirra um allan heim, unnið óeigingjarnt starf í þágu almennings. AFP

Castex segir þetta sögulega stund í heilbrigðiskerfi Frakklands. „Þetta er fyrst og fremst viðurkenning til þeirra sem hafa verið í framvarðarsveitinni í baráttunni við þessa farsótt,“ segir hann. Þetta er jafnframt leið fyrir alla, þar á meðal mig, að vinna upp þær tafir sem hafa orðið á því að við öxlum ábyrgð með þeim bætti hann við. 

Yfir 30 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í Frakklandi og þrátt fyrir að nýjum smitum hafi fækkað mjög eru merki um að ný bylgja sé á leiðinni. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert