Maxwell sleppur ekki

Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið þar sem Maxwell kom fyrir …
Frá mótmælum fyrir utan dómshúsið þar sem Maxwell kom fyrir dómara í gegnum fjarfundabúnað í dag. AFP

Ghislaine Maxwell, fyrr­ver­andi kær­asta og sam­starfs­kona barn­aníðings­ins Jef­frey Ep­stein, fær að dúsa áfram í gæsluvarðhaldi en hún er sökuð um að hafa átt hlutdeild í brotum Epstein. Réttarhöld í máli hennar hefjast ekki fyrr en eftir rúmt ár. 

Maxwell hafði óskað eftir því að vera leyst úr haldi gegn tryggingu. Hún kom í dag fyrir dómara, sem hafnaði beiðni hennar. Maxwell er gefið að sök að hafa lokkað stúlkur undir lögaldri á heimili þeirra Epstein ásamt því að hafa tekið þátt í misnotkun á þeim. 

Maxwell hefur neitað öllum sakargiftum. 

Epstein lést í fangelsi í ágúst í fyrra, en þar beið hann réttarhalda sinna. Dánarorsök hans var sögð sjálfsvíg. 

Maxwell var handtekin í byrjun júlí og gæti átt yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert