Sprengjuhótun í áætlunarflugi Ryanair

Flugvélin lenti á Stanstead-flugvelli í Lundúnum.
Flugvélin lenti á Stanstead-flugvelli í Lundúnum. AFP

Flugvél í áætlunarflugi frá Kraká í Póllandi til Dyflinnar í Írlandi þurfti að lenda á Stansted-flugvelli í Lundúnum eftir að miði fannst inni á salerni vélarinnar þar sem fram kom að sprengiefni væri um borð í vélinni.

Tvær þotur Konunglega breska flughersins fylgdu vélinni síðasta spölinn þangað til hún lenti um 18:40 á staðartíma í gær, 17:40 að íslenskum tíma. BBC greinir frá. 

Vélin var keyrð á afskekktan stað á Stanstead-flugvelli þar sem farþegar fengu að fara frá borði. Lögregla hófst handa við að kanna trúverðugleika miðans sem fannst um borð en ekkert grunsamlegt fannst við leitina og engin sprengiefni.

Flugvélin var keyrð á afskekktan stað þar sem farþegar fóru …
Flugvélin var keyrð á afskekktan stað þar sem farþegar fóru frá borði og lögregla tók við vettvangnum. Ljósmynd/Twitter

Tveir handteknir

Tveir menn, á aldrinum 26 ára og 47 ára, voru handteknir grunaðir um að hafa hótað því að leggja flugvélina og farþega hennar í hættu. Þeir eru enn í haldi en flugvélin er aftur komin í vörslu rekstraraðila.

„Flugvélin lenti á hefðbundin hátt, en var keyrð á afskekktan hluta flugvallarins þar sem farþegar gátu farið frá borði á öruggan hátt,“ sagði talskona flugfélagsins.

Breska lögreglan staðfesti að allir farþegar hefðu komist örugglega frá borði.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert