Ákvörðun ESB ógilt í máli Apple

AFP

Dómstóll Evrópusambandsins hefur ógilt ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að bandaríska tækifyrirtækið þurfi að greiða 13 milljarða evra, yfir tvö þúsund milljarða króna afturvirk í skatta á Írlandi. Ákvörðun samkeppniseftirlits ESB er frá árinu 2016 en Apple áfrýjaði niðurstöðunni. 

Evr­ópu­sam­bandið hafði frá ár­inu 2014 rann­sakað skatta­mál Apple á Írlandi og var þetta hæsta skatta­sekt sem dæmd hef­ur verið í Evr­ópu á þessum tíma.. Það er niðurstaða fram­kvæmda­stjórn­ar ESB að skattaí­viln­an­ir sem írsk yf­ir­völd hafa veitt Apple séu ólög­leg­ar. Rann­sókn­in á Apple er ein af mörg­um sem fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur látið gera á skatta­mál­um banda­rískra fyr­ir­tækja inn­an ESB.

Dómurinn féll við almenni dómstóllinn (e. General Court, EGC) í morgun en hann tilheyrir dómstól Evrópusambandsins og hefur aðsetur í Lúxemborg. Dómstóllinn dæmir einkum í málum er varða einstaklinga og lögaðila auk samkeppnismála.

Dómarar tóku stöðu með Apple og töldu þeir að framkvæmdastjórn ESB hafi ekki sýnt fram á að skattaívilnanir írska ríkisins til Apple hafi verið ólöglegur ríkisstuðningur. Hægt er að áfrýja niðurstöðunni.

mbl.is