Fleiri en milljón hætt að reykja

Fjölmargir Bretar hafa hætt að reykja upp á síðkastið.
Fjölmargir Bretar hafa hætt að reykja upp á síðkastið. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fleiri en milljón Bretar hafa hætt að reykja síðan heimsfaraldur kórónuveiru fór að hafa áhrif á daglegt líf þar í landi fyrir um fjórum mánuðum síðan. 

Þetta er niðurstaða könnunar en þar kemur fram að 41% þeirra sem lögðu sígarettuna á hilluna gerðu það vegna kórónuveirufaraldursins.

Í frétt BBC kemur fram að ástæðurnar geti verið af fleiri en ein; heilsuáhyggjur og aðgengi að tóbaki hafi verið erfitt í útgöngubanni síðustu mánuði.

UCL háskólinn í London bendir á að fleiri hafi hætt að reykja á árinu síðan byrjað var að kanna málið árið 2007.

mbl.is