Flytja starfmenn frá Hong Kong til Seúl

AFP

Bandaríska dagblaðið New York Times ætlar að flytja hluta af starfsfólki sínu í Hong Kong til Seúl í Suður-Kóreu vegna nýrra öryggislaga sem stjórnendur blaðsins telja að veiki stöðu fjölmiðla í borginni og geti haft áhrif á frelsi fjölmiðla þar.

Fréttamenn NYT verða áfram í Hong Kong en netritstjórn mun flytja sig um set. Alþjóðlegir fjölmiðlar sæta oft hömlum á meginlandi Kína en hingað til hefur annað gilt um Hong Kong. 

Í bréfi sem yfirmenn NYT skrifuðu til starfsmanna segir að óvissa fylgi nýjum öryggislögum í Hong Kong um hvaða áhrif þau hafi á starfsemi miðilsins og blaðamennsku þess. 

Frétt New York Times

mbl.is