Játar að hafa drepið Aurier

AFP

Karlmaður gaf sig fram við lögreglu í gær í Frakklandi og játaði að hafa skotið Christopher Aurier, bróður knattspyrnumannsins Serge Aurier, til bana. 

Christopher Aurier, 26 ára, lést á sjúkrahúsi eftir að hafa verið skotinn í kviðinn fyrir utan næturklúbb í Toulouse aðfararnótt mánudags. 

Samkvæmt La Depeche er talið að rifrildi um unga konu hafi verið ástæða árásarinnar. 

Serge Aurier hefur spilað fyrir Tottenham í þrjú ár.
Serge Aurier hefur spilað fyrir Tottenham í þrjú ár. AFP

Christopher Aurier var talinn enn efnilegri en Serge á sínum tíma en Serge er ári eldri en Christopher. Þeir léku báðir fyrir lið Lens en Serge fór síðan til Toulouse og þaðan til Paris-Saint German. Serge var jafnframt fyrirliði landsliðs Fílabeinsstrandarinnar en þeir eru fæddir þar.  Serger hefur leikið fyrir Tottenham frá árinu 2017.

Christopher hélt áfram að leika knattspyrnu en náði ekki að sanna sig fyrir stóru félögunum. Í vetur spilaði hann fyrir Tou­lou­se Rodéo í frönsku E-deild­inni. 

mbl.is