Kínverjar heita hefndum

Kínversk stjórnvöld hafa gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega og segjast munu hefna sín eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði undir tilskipun þess efnis að Hong Kong muni framvegis ekki fá neina sérmeðferð frá bandarískum stjórnvöldum.

Hong Kong hefur verið undanskilið refsiaðgerðum og tollum sem Kína hefur mátt sæta. Það breytist nú vegna nýrra öryggislaga sem tóku gildi í Hong Kong í maí. 

Lög­in kveða á um bann við upp­reisn­ar­áróðri, landráði og sjálf­stæðisum­leit­un­um sjálf­stjórn­ar­héraðsins Hong Kong. Þá er rétt­ur­inn til þess að mót­mæla veru­lega skert­ur með lög­un­um.

Fyrir utan aðgerðir kínverskra stjórnvalda í Hong Kong hefur Trump gagnrýnt Kína harðlega vegna kórónuveirufaraldursins, sem á upptök sín í kínversku stórborginni Wuhan.

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert