Minntust látinna á Spáni

Filippus Spánarkonungur.
Filippus Spánarkonungur. AFP

Filippus konungur var meðal þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfn um þá 28.400 sem látist hafa úr kórónuveirunni á Spáni.

Auk Filippusar komu að athöfninni Leonor krónprinsessa og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, auk fjölda annarra stjórnmálamanna og heilbrigðisstarfsfólks, en athöfnin var einnig til heiðurs þeim sem áfram starfa í framlínunni í baráttunni gegn faraldrinum.

Frá minningarathöfn um þá 28.400 sem látist hafa úr kórónuveirunni …
Frá minningarathöfn um þá 28.400 sem látist hafa úr kórónuveirunni á Spáni. AFP
Ursula von der Leyenur á minningarathöfninni.
Ursula von der Leyenur á minningarathöfninni. AFP
mbl.is